Ferill 157. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 158  —  157. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fund namibísks ráðherra í dómsmálaráðuneyti.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hverjir sátu fund Netumbo Nandi-Ndaitwah, aðstoðarforsætisráðherra og utanríkisráðherra Namibíu, í dómsmálaráðuneyti 7. júní sl.?
     2.      Hvert var tilefni fundarins og hvaða mál voru þar til umræðu?
     3.      Hvenær var boðað til fundarins?
     4.      Hver voru skilaboð íslenskra stjórnvalda til Netumbo Nandi-Ndaitwah á þessum fundi?
     5.      Á hvaða forsendum hefur aðstoðarmaður dómsmálaráðherra ekki viljað tjá sig um ástæður eða efni þess fundar sem hann sat fyrir hönd dómsmálaráðherra í dómsmálaráðuneyti? Með vísan til hvaða lagasjónarmiða hefur ekki verið upplýst af hálfu ráðuneytisins um tilefni og fundarefni?


Skriflegt svar óskast.