Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 162  —  161. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um samgöngusáttmála.

Frá Bergþóri Ólasyni.


    Liggur fyrir kostnaðarmat vegna framkvæmda við stokka og tengdar framkvæmdir á Miklubraut annars vegar og á Sæbraut hins vegar sem fjallað er um í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins? Liggja fyrir áætlanir um hvernig umferð verður veitt fram hjá framkvæmdasvæðunum á framkvæmdatíma?


Skriflegt svar óskast.