Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 172  —  171. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu flugferða vegna heilbrigðisþjónustu innan lands.

Frá Ingibjörgu Isaksen.


     1.      Hversu margir einstaklingar nýttu sér endurgreiðslu flugferða vegna heilbrigðisþjónustu innan lands á árunum 2018–2021?
     2.      Hversu margir af þessum einstaklingum sóttu um endurgreiðslu á tveimur ferðum og hversu margir sóttu aðeins um endurgreiðslu á einni ferð?
     3.      Hversu margir einstaklingar fengu endurgreiðslu á fleiri en tveimur ferðum?
     4.      Hver er heildarkostnaður við endurgreiðslu flugferða vegna heilbrigðisþjónustu innan lands hvert ár fyrir sig?


Skriflegt svar óskast.