Ferill 174. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 175  —  174. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um lyfsölu utan apóteka.

Frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.


     1.      Hefur undanþáguheimild til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennum verslunum skv. 33. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020, gefið góða raun?
     2.      Hefur misnotkun á lausasölulyfjum aukist frá því að lög nr. 100/2020 tóku gildi? Ef svo er, er hægt að rekja þá auknu misnotkun til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennum verslunum?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til þess að heimila fleiri almennum verslunum sölu tiltekinna lausasölulyfja sem hafa hlotið undanþágu skv. 33. gr. lyfjalaga?