Ferill 178. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 179  —  178. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðgang fatlaðra að rafrænum skilríkjum.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


    Hvernig hyggst ráðherra tryggja aðgengi fatlaðra, sem eru t.d. með þroskahömlun, einhverfu eða skyldar hamlanir, að rafrænum skilríkjum og um leið þeirri þjónustu sem þeim aðgangi fylgir, samhliða því að tryggja öryggi þessa hóps?