Ferill 179. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 180  —  179. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um mat Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna (FSRE) á húsnæðisþörf stofnana ríkisins.

Frá Ágústi Bjarna Garðarssyni.


     1.      Hvernig fer mat FSRE á húsnæðisþörf stofnana ríkisins fram áður en hún auglýsir markaðskannanir og/eða leitar að húsnæði með skuldbindingu um viðskipti?
     2.      Hvaða svæði og hvaða sveitarfélög koma til greina þegar FSRE auglýsir eftir húsnæði „miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu“ eins og fram kom í nýlegri auglýsingu? Hvaða forsendur liggja að baki slíku skilyrði?
     3.      Hversu oft á síðustu tíu árum hefur Framkvæmdasýslan (FSRE) gert samninga við aðra aðila en lægstbjóðendur óháð staðsetningu tilboðsgjafa? Svar óskast sundurliðað eftir árum, tilvikum og röksemdum fyrir því að ekki hafi verið samið við lægstbjóðanda.


Skriflegt svar óskast.