Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 181  —  180. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um óverðtryggð lán.

Frá Ágústi Bjarna Garðarssyni.


     1.      Hversu mörg óverðtryggð húsnæðislán voru tekin á árunum 2019–2021?
     2.      Hvernig skiptist hlutfallið af þeim lánum vegna:
                  a.      endurfjármögnunar,
                  b.      almennra húsnæðislána,
                  c.      fyrstu kaupa?
     3.      Hversu mikið hafa þessi lán hækkað í krónutölu vegna vaxtahækkana árið 2022?
     4.      Hafa bankarnir greint aukinn greiðsluvanda eða hættu á greiðsluvanda vegna vaxtahækkana? Ef svo er, hversu stór hópur er talinn vera í greiðsluvanda eða eiga hættu á að lenda í greiðsluvanda?


Skriflegt svar óskast.