Ferill 181. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 182  —  181. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um framlag Krabbameinsfélagsins til nýrrar dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hver voru formleg viðbrögð stjórnvalda við ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Krabbameinsfélagsins 2021 um allt að 450 milljóna króna framlag félagsins til að flýta fyrir framkvæmdum við byggingu nýrrar dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga við Landspítala?
     2.      Með hvaða hætti var félaginu svarað og á hvaða forsendum var ákveðið að ganga ekki til viðræðna við félagið um þátttöku í kostnaði við svo brýnar umbætur á aðstöðu krabbameinssjúklinga?
     3.      Hefur ráðherra verið í samskiptum við Krabbameinsfélagið í kjölfar þess að hafa verið upplýstur um að félagið taldi ekki lengur forsendur fyrir því að veita fjárframlagið, í ljósi þess að engar tímasettar fyrirætlanir lágu fyrir af hálfu stjórnvalda um byggingu nýrrar dagdeildar?
     4.      Hverjar eru áætlanir ríkisstjórnarinnar um aðstöðu deildarinnar? Liggja fyrir tímasett markmið í þeim efnum?


Skriflegt svar óskast.