Ferill 184. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 185  —  184. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um kennslu í fjármálalæsi.

Frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.


     1.      Hvernig er vali á námsefni fyrir kennslu í fjármálalæsi háttað í grunn- og framhaldsskólum?
     2.      Sér Menntamálastofnun um útgáfu á námsefni fyrir kennslu í fjármálalæsi?
     3.      Hefur árangur kennslu í fjármálalæsi verið mældur sérstaklega? Ef svo er, hver hefur sá árangur verið samkvæmt umræddri mælingu?


Skriflegt svar óskast.