Ferill 186. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 187  —  186. mál.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um álit auðlindanefndar frá árinu 2000.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Er ráðherra sammála áliti auðlindanefndar frá árinu 2000 um að nýtingarréttur aflahlutdeildar eigi að vera tímabundinn eða uppsegjanlegur með tilteknum fyrirvara?
     2.      Er ráðherra sammála áliti auðlindanefndar frá sama ári um að tímabundinn afnotaréttur til veiða skuli aðeins teljast til takmarkaðra eignarréttinda?


Skriflegt svar óskast.