Ferill 187. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 188  —  187. mál.
Leiðrétt fyrirsögn.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um lækkun tolla og gjalda á innfluttar matvörur.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


    Hefur ráðherra beitt sér fyrir lækkun tolla og gjalda á innfluttar matvörur til að berjast gegn verðbólgu og mun hann kappkosta að breyta reglum um tolla og úthlutun tollkvóta sem geti leitt til lækkunar á matvöruverði?