Ferill 190. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 191  —  190. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um skipun ráðuneytisstjóra án auglýsingar.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvers vegna ákvað ráðherra að víkja frá meginreglu 1. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um auglýsingaskyldu þegar skipað var í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytis 2. júní 2022?
     2.      Hvers konar rannsókn framkvæmdi ráðherra við undirbúning ákvörðunarinnar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993?
     3.      Leitaði ráðherra álits ráðuneytis síns, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, áður en ákvörðunin var tekin? Ef svo er, hvers efnis var ráðgjöfin?
     4.      Hvernig samrýmist ákvörðunin grundvallarreglu stjórnsýsluréttar um að velja skuli hæfasta einstaklinginn hverju sinni?
     5.      Hvernig samrýmist ákvörðunin réttmætisreglu stjórnsýsluréttar um að allar ákvarðanir og athafnir stjórnvalda skuli byggjast á málefnalegum sjónarmiðum?
     6.      Hvernig samrýmist ákvörðunin 18. og 19. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, þar sem mælt er fyrir um að ráðuneytisstjórar séu skipaðir að fengnu mati hæfnisnefndar?


Skriflegt svar óskast.