Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 194  —  193. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um stöðu fyrsta skólastigs skólakerfisins.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hvert er hlutfall stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í leikskólum hérlendis sem teljast til stöðugilda kennara, sbr. 2. mgr. 14. gr. laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
     2.      Hver er meðalaldur barna við innritun á fyrsta skólastigi skólakerfisins? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
     3.      Hver er meðalaldur barna þegar þau hefja skólagöngu á fyrsta skólastigi skólakerfisins? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.


Skriflegt svar óskast.