Ferill 198. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 199  —  198. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um endurskoðun reglugerðar um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hvað líður endurskoðun reglugerðar um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, nr. 246/2001, sem hófst á síðasta kjörtímabili?
     2.      Hvenær munu drög að nýrri reglugerð liggja fyrir?
     3.      Hyggst ráðherra leita samráðs við helstu hagsmunaaðila um endurskoðun reglugerðarinnar eða birta drög að nýrri reglugerð í samráðsgátt áður en hún tekur gildi í endanlegri mynd?


Skriflegt svar óskast.