Ferill 199. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 200  —  199. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um ofbeldi í nánum samböndum.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hve mörg manndráp hafa orðið á Íslandi í tengslum við ofbeldi í nánum samböndum frá árinu 2000?
     2.      Hve hátt hlutfall manndrápa á Íslandi frá árinu 2000 hefur tengst ofbeldi í nánum samböndum?
     3.      Hefur verið framkvæmd athugun á fjölda tilkynninga til lögreglu vegna ofbeldis í nánu sambandi í aðdraganda manndrápa sem tengjast slíku ofbeldi?


Skriflegt svar óskast.