Ferill 200. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 201  —  200. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um skipanir án auglýsingar.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Telur ráðherra það æskilega þróun að minni hluti ráðuneytisstjóra hafi verið skipaður að undangenginni auglýsingu, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og samkvæmt því ferli sem mælt er fyrir um í 18. og 19. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011?
     2.      Hvers vegna hefur ráðherra ekki sett reglur um tilhögun flutnings starfsmanna innan Stjórnarráðsins, sbr. 6. mgr. 21. gr. laga nr. 115/2011?
     3.      Telur ráðherra að beiting 36. gr. laga nr. 70/1996 leysi ráðherra með öllu undan þeirri reglu sem mælt er fyrir um í 18. gr. laga nr. 115/2011 um að ráðuneytisstjórar og skrifstofustjórar skuli skipaðir að fengnu mati hæfnisnefndar? Hvert er mat ráðherra á samspili þessara ákvæða? Hafa hæfnisnefndir ekki hlutverk í aðdraganda skipunar ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í þeim tilvikum þegar flutt er í embættin? Ef ekki, hvers vegna?


Skriflegt svar óskast.