Ferill 203. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 204  —  203. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um iðgjöld tryggingafélaga.

Frá Ágústi Bjarna Garðarssyni.


     1.      Hversu mikið hefur iðgjald bílatrygginga, fjölskyldu- og heimilistrygginga, húseigendatrygginga og líf- og sjúkdómatrygginga hækkað undanfarin fimm ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hver var hagnaður tryggingafélaganna og arðgreiðslur undanfarin fimm ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     3.      Hefur Fjármálaeftirlitið lagt mat á hvort hækkun iðgjalda tryggingafélaganna sé eðlileg í ljósi afkomu félaganna og stöðu tjónaskuldar (bótasjóða) undanfarin fimm ár? Hve miklar voru þessar hækkanir umfram verðbólgu?
     4.      Er það mat Fjármálaeftirlitsins að framlög í bótasjóði hafi verið eðlileg með tilliti til áætlaðra tjónaskulda og uppgjörs undanfarin fimm ár?
     5.      Hvernig hefur eftirliti samkeppnisyfirvalda með því að eðlileg samkeppni ríki á tryggingamarkaði verið háttað frá árinu 2017?


Skriflegt svar óskast.