Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 205  —  204. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um lögheimilisskilyrði laga um gjaldþrotaskipti.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hver eru rökin fyrir því að einstaklingar þurfi að hafa lögheimili á Íslandi til að geta leitað gjaldþrotaskipta á eigin búi, sbr. 4. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.?
     2.      Telur ráðherra umrætt skilyrði samræmast meginreglum EES-samningsins um frjálsa för vinnuafls og samræmingu á sameiginlega markaðnum?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að leggja til breytingar á lögunum svo að Íslendingar sem búsettir eru erlendis geti leitað gjaldþrotaskipta á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.