Ferill 216. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 217  —  216. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um fósturbörn.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hversu mörg börn hafa verið sett í fóstur að meðaltali árlega undanfarin tíu ár? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um tímabundið eða varanlegt fóstur var að ræða, eftir aldri barnsins þegar það var sett í fóstur og eftir því hve lengi hvert barn var í fóstri, einnig eftir því hvort barnið var sett í fóstur á vistheimili, hjá fjölskyldumeðlimum eða óskyldum.
     2.      Hversu mörg fósturrof hafa átt sér stað undanfarin tíu ár? Svar óskast sundurliðað eftir því hve lengi fóstur hafði staðið yfir og aldri barna þegar fósturrof átti sér stað.
     3.      Telur ráðherra að stuðningur opinberra aðila við fósturfjölskyldur sé nægjanlegur í núverandi kerfi?


Skriflegt svar óskast.