Ferill 256. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 257  —  256. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um bótasjóð.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu margar umsóknir hafa borist frá því að lög nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, tóku gildi, sundurliðað eftir árum og tegund umsókna?
     2.      Hversu háar fjárhæðir hafa verið greiddar út frá því að fyrrgreind lög tóku gildi, sundurliðað eftir árum og tegund umsókna?
     3.      Hversu hátt hlutfall af dæmdum bótum hefur bótasjóður greitt út frá því að fyrrgreind lög tóku gildi, sundurliðað eftir árum og tegund umsókna?
     4.      Hversu mörg einkamál hafa verið höfðuð til greiðslu bóta umfram þá fjárhæð sem bótasjóður greiðir, samkvæmt fyrrgreindum lögum, sundurliðað eftir árum og tegund umsókna, frá því að lögin tóku gildi?
     5.      Hversu hátt hlutfall greiddra bóta, samkvæmt fyrrgreindum lögum, hefur ríkissjóður endurheimt af þeim sem frömdu brotin, sundurliðað eftir árum og tegund umsókna, frá því að lögin tóku gildi?


Skriflegt svar óskast.