Ferill 257. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 258  —  257. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um krabbamein hjá slökkviliðsmönnum.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu margir slökkviliðsmenn hafa á árunum 1980–2022 annars vegar greinst með krabbamein og hins vegar látist úr krabbameini, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hvert er hlutfall slökkviliðsmanna sem á sama árabili hafa annars vegar greinst með krabbamein og hins vegar látist úr krabbameini, samanborið við aðrar opinberar starfsstéttir á Íslandi, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hvert er hlutfall slökkviliðsmanna sem á sama árabili hafa annars vegar greinst með krabbamein og hins vegar látist úr krabbameini, samanborið við slökkviliðsmenn í öðrum EES-löndum, sundurliðað eftir árum?
     4.      Hvert er hlutfallið á milli tegunda krabbameins sem slökkviliðsmenn hafa greinst með á árunum 1980–2022?


Skriflegt svar óskast.