Ferill 261. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 262  —  261. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um nafnskírteini.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvers vegna var horfið frá því að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um útgáfu og notkun nafnskírteina á 150., 151. og 152. löggjafarþingi?
     2.      Hvernig ber að túlka þá ákvörðun ráðherra að boða ekki framlagningu slíks frumvarps á þingmálaskrá yfirstandandi löggjafarþings?
     3.      Hvaða áform eru uppi um útgáfu nýrra nafnskírteina fyrir einstaklinga sem jafnframt væru ferðaskilríki á Schengen-svæðinu?
     4.      Hversu mörg gætu nýtt sér handhæg og nútímavædd nafnskírteini umfram þau opinberu persónuskilríki sem nú eru framleidd?
     5.      Hversu algengt telur ráðuneytið vera að einstaklingar framvísi fölsuðum nafnskírteinum, t.d. til að leysa út ávana- og fíknilyf?


Skriflegt svar óskast.