Ferill 267. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 268  —  267. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um þjónustu við þolendur ofbeldis.

Frá Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur.


     1.      Hver er framtíðarsýn ráðherra um þjónustu við þolendur ofbeldis og stuðning við þar tengd félagasamtök? Hyggst ráðherra auka stuðning við þolendur ofbeldis og telur ráðherra tilefni til að sveitarfélög geri það líka?
     2.      Hyggst ráðherra gera langtímasamninga við þær þolendamiðstöðvar sem sinna þessari mikilvægu þjónustu?
     3.      Hvað telur ráðherra að þurfi að bæta í þjónustu við börn sem búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi?
     4.      Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar til að grípa gerendur með betri hætti og hvenær koma þær til framkvæmda?