Ferill 282. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 285  —  282. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um útvistun aðgerða vegna of langs biðtíma.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hversu margir erlendir þjónustuveitendur í liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm og efnaskiptaaðgerðum veittu hina útvistuðu þjónustu vegna of langs biðtíma hér á landi á árunum 2017–2021, sbr. svar ráðherra á þskj. 1409 við fyrirspurn á þskj. 966 á 152. löggjafarþingi?
     2.      Hverjir eru þjónustuveitendurnir, sundurgreint eftir þjóðerni og vinnustöðum eftir atvikum í einu landi eða fleirum?
     3.      Hvernig eru þjónustuveitendurnir valdir?
     4.      Í ljósi þess að Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki upplýsingar um verðskrá milli opinberra aðila í öðrum löndum og þjónustuveitenda, sbr. svar við framangreindri fyrirspurn, hvernig er verðið sem Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir hinar útvistuðu aðgerðir ákvarðað?
     5.      Hver er ástæða þess að Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki heimild til greiðsluþátttöku hjá þjónustuveitendum innan lands vegna umræddra aðgerða, sbr. svar við framangreindri fyrirspurn?
     6.      Voru allar þær 300 liðskiptaaðgerðir sem sérstakt fjármagn var veitt til aukalega samkvæmt skýrslu heilbrigðisráðuneytis frá því nóvember 2021, Verkefni 2017–2021, framkvæmdar? Ef ekki, hversu margar voru framkvæmdar?


Skriflegt svar óskast.