Ferill 288. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 291  —  288. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fósturlát og framköllun fæðingar eða útskaf úr legi.

Frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.


     1.      Hversu mörg tilfelli á ári eru skráð í sjúkraskrá þar sem foreldri eða foreldrar hafa þurft að bíða í meira en sólarhring eftir því að framkalla fæðingu eða fara í útskaf úr legi eftir að fósturlát hefur verið staðfest?
     2.      Er til staðar verkferill sem fer í gang þegar þessi tilfelli koma upp? Hvernig er honum þá háttað og hvenær fer hann í gang?
     3.      Hversu marga daga hafa foreldrar lengst þurft að bíða eftir framköllun fæðingar eða útskafi úr legi eftir að fósturlát hefur verið staðfest?


Skriflegt svar óskast.