Ferill 293. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 297  —  293. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um eftirlit með menntun, aðbúnaði og réttindum barna í skólum.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Fylgist ráðuneytið með því að menntun, aðbúnaður og réttindi barna séu ávallt í fyrirrúmi í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum? Ef svo er, hvernig er eftirlitinu háttað?
     2.      Hvernig hefur ráðuneytið brugðist við þegar ætla hefur mátt að aðbúnaði í skólum hafi verið ábótavant?
     3.      Hefur ráðuneytið gripið til ráðstafana til að tryggja að skólahúsnæði barna sé heilsusamlegt, til að mynda laust við myglu, og að brunavarnir séu fullnægjandi?