Ferill 296. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 300  —  296. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um meðalbiðtíma eftir félagslegri íbúð.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


    Hver hefur meðalbiðtími verið eftir félagslegri íbúð undanfarin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir því hvort umsækjendur eru einstaklingar eða fjölskyldur. Einnig er óskað eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum með fleiri en 5.000 íbúa.


Skriflegt svar óskast.