Ferill 301. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 306  —  301. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um vistráðningu (au pair).

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra skoða útvíkkun dvalarleyfis vegna vistráðningar (au pair) frá ríkjum utan EES-svæðisins þannig að heimilt verði að endurnýja leyfið eftir eitt ár?
     2.      Telur ráðherra þörf á að betrumbæta eftirlit með vistráðningu hérlendis til að koma í veg fyrir misbeitingu kerfisins? Ef svo er, hvernig yrði slíku eftirliti háttað?


Skriflegt svar óskast.