Ferill 306. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 311  —  306. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um ljósmæður.

Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur.


     1.      Hve mörg stöðugildi ljósmæðra voru á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri árin 2016 og 2021?
     2.      Hversu margar ljósmæður mönnuðu þessi stöðugildi?
     3.      Hve mörg stöðugildi ljósmæðra voru á heilsugæslustöðvum eftir heilbrigðisumdæmum árin 2016 og 2021?
     4.      Hversu margar ljósmæður mönnuðu þessi stöðugildi?
     5.      Hefur ráðuneytið sett viðmið um mönnun ljósmæðra á heilbrigðisstofnunum?
     6.      Hvert er lágmarksviðmið um mönnun ljósmæðra á heilbrigðisstofnunum?
     7.      Getur ráðuneytið upplýst um meðalaldur og kynjaskiptingu í stétt ljósmæðra?
     8.      Hversu mörg stunda nám í ljósmóðurfræðum til MS-gráðu (120 ECTS)?


Skriflegt svar óskast.