Ferill 308. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 313  —  308. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um hjálpartæki fyrir börn.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Hvernig er „mikil fötlun“ skilgreind við framkvæmd á 3. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 760/2021, er heimilar veitingu styrkja vegna tveggja hjálpartækja af sömu gerð til mikið fatlaðra barna og unglinga?
     2.      Hvernig eru skil á milli frístundar og þjálfunar, með virkni og viðhaldsfærni barna og unglinga með fötlun í huga, ákvörðuð við framkvæmd á fyrrgreindri reglugerð?
     3.      Hvað mælir gegn því að barn eða unglingur með fötlun geti fengið styrk til þess að kaupa passandi reiðhjól til þess m.a. að viðhalda eða auka jafnvægi, færni og almenna hreyfingu og styrk?
     4.      Hvað mælir gegn því að barn með fötlun geti fengið styrk til þess að kaupa hjálpartæki til nota utan heimilis þó svo að slíkt hjálpartæki finnist á heimili barnsins, veggfast?


Skriflegt svar óskast.