Ferill 310. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 318  —  310. mál.




Frumvarp til laga


um veitingu ríkisborgararéttar.


Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


1. gr.

    Ríkisborgararétt skulu öðlast:
     1.      Anna Andriyash, f. 1968 í Mongólíu.
     2.      Ekaterina Bondareva, f. 1996 í Rússlandi.
     3.      Movaffaq Kateb Kateshamshir, f. 1985 í Íran.
     4.      Sahar Safarianbana, f. 1987 í Íran.
     5.      Sebastiaan Dreyer, f. 2003 í Suður-Afríku.
     6.      Zeqir Kastrati, f. 1975 í Kósovó.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Allsherjar- og menntamálanefnd bárust 75 umsóknir um ríkisborgararétt á vorþingi og í þinghléi 152. löggjafarþings. Samkvæmt 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum að fengnum umsögnum Útlendingastofnunar og lögreglustjóra á dvalarstað umsækjanda. Allsherjar- og menntamálanefnd bárust einungis gögn vegna 30 umsókna á vorþingi og lagði nefndin þá til að tólf yrði veittur ríkisborgararéttur, sbr. lög nr. 60/2022, um veitingu ríkisborgararéttar. Var því nauðsynlegt að fresta afgreiðslu hluta umsókna fram á haust þar til gögn höfðu borist og leggur nefndin til að umsækjendum á sex umsóknum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni.