Ferill 314. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 324  —  314. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og póstkosningu íslenskra ríkisborgara erlendis.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað líður vinnu við að taka til skoðunar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar sem samkvæmt ákvæði til bráðabirgða VII í kosningalögum átti að afhenda ráðherra 1. september 2022? Hvenær skipaði ráðherra starfshóp samkvæmt ákvæðinu og hvaða einstaklingar sitja í honum?
     2.      Hvað líður vinnu við greiningu á póstkosningu íslenskra ríkisborgara erlendis í almennum kosningum sem samkvæmt ákvæði til bráðabirgða VIII í kosningalögum átti að leggja fyrir Alþingi eigi síðar en við upphaf þings haustið 2022?


Skriflegt svar óskast.