Ferill 320. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 331  —  320. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um samninga við einkaaðila vegna reksturs dvalar- og hjúkrunarheimila.

Frá Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.


     1.      Hvert er umfang samninga hins opinbera vegna yfirtöku Heilsuverndar á rekstri Vífilsstaða, þar með talið leiguhúsnæðis?
     2.      Hvert er áætlað leigugjald Heilsuverndar vegna Vífilsstaða, hver er eigandi húsnæðisins og hver fær húsaleiguna?
     3.      Hvernig er rekstrarsamningum við dvalar- og hjúkrunarheimili almennt háttað með tilliti til leigu á húsnæði?
     4.      Hvert er umfang reksturs dvalar- og hjúkrunarheimila sem rekin eru af einkaaðilum með samningum við Sjúkratryggingar Íslands? Eru dæmi um að slík þjónusta sé veitt án samninga við hið opinbera?


Skriflegt svar óskast.