Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 334  —  323. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðfarargerðir.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hver er fjöldi aðfarargerða sem framkvæmdar hafa verið til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá sl. 20 ár? Hver er fjöldi þeirra sem framkvæmdar hafa verið á heilbrigðisstofnunum sl. 20 ár?
     2.      Hafa verið settar verklagsreglur um framkvæmd aðfarargerða skv. 45. og 50. gr. barnalaga eins og velferðarnefnd Alþingis lagði til að yrði gert í nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum (sjá 290. mál 140. löggjafarþings)?
     3.      Telur ráðherra forsvaranlegt að aðfarargerðir til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá séu framkvæmdar inni á heilbrigðisstofnunum?
     4.      Er ráðherra sammála því mati heilbrigðisráðherra, sem fram kemur í svari hans við fyrirspurn frá fyrirspyrjanda (sjá 755. mál 152. löggjafarþings), að aðfarargerðir sem framkvæmdar eru við slíkar aðstæður orki tvímælis með tilliti til réttinda sjúklinga og markmiða um að veita sem besta heilbrigðisþjónustu þar sem sjúklingar upplifa öryggi?
     5.      Mun ráðherra beita sér fyrir breytingum á lögum eða verklagi til að koma í veg fyrir að aðfarargerðir til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá séu framkvæmdar inni á heilbrigðisstofnunum?


Skriflegt svar óskast.