Ferill 331. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 343  —  331. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um meðferð vegna átröskunar.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Til hvaða aðgerða ætla stjórnvöld að grípa til að stytta biðlistann eftir þjónustu hjá átröskunarteymi Landspítalans?
     2.      Hefur verið gerð þarfagreining á því hversu mörg legupláss þurfa að vera til staðar fyrir þá einstaklinga sem þurfa á innlögn að halda vegna átröskunar? Ef svo er, hver er áætlaður fjöldi leguplássa sem þörf er á?
     3.      Hversu mörg legupláss standa einstaklingum til boða sem þurfa á innlögn að halda vegna átröskunar?
     4.      Stendur til að efla þá þjónustu sem stendur til boða fyrir einstaklinga með átröskun?


Skriflegt svar óskast.