Ferill 336. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 348  —  336. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um eflingu kornræktar á Íslandi.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hvað líður vinnu starfshóps, sem er skipaður starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands, við aðgerðaáætlun um eflingu kornræktar á Íslandi?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra hvetja til innlendrar framleiðslu á korni til manneldis og fyrir búfé í ljósi þess að framleiðsla á korni til manneldis hér á landi er aðeins um 1% af heildarneyslu þjóðarinnar?
     3.      Hverjar þeirra leiða sem lagðar eru til í Skýrslu um tryggingamál bænda, sem unnin var af starfshópi á vegum ráðherra og gefin út á dögunum, telur ráðherra raunhæfasta til að tryggja starfsskilyrði bænda enn betur?
     4.      Sér ráðherra fyrir sér að kannaður verði fýsileiki þess að hið opinbera komi sér upp korngeymslum sem hægt væri að sækja í ef innflutningur á korni stöðvast?


Skriflegt svar óskast.