Ferill 337. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 349  —  337. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um landsbyggðarlán Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Frá Kristrúnu Frostadóttur.


     1.      Telur ráðherra að markmiðum landsbyggðarlána Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, um að koma til móts við það misvægi sem ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs á hluta landsins, sé náð?
     2.      Telur ráðherra að markmiðum landsbyggðarlána Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, um að tryggja aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og eru í boði á virkari markaðssvæðum, sé náð?
     3.      Hvers vegna eru vaxtakjör landsbyggðarlána Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar langtum verri en þau vaxtakjör sem bjóðast hjá almennu viðskiptabönkunum?
     4.      Telur ráðherra það þjóna markmiðum landsbyggðarlánanna að hafa vaxtakjör þeirra mun lakari en almennra lána til húsnæðiskaupa hjá almennu viðskiptabönkunum?


Skriflegt svar óskast.