Ferill 338. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 350  —  338. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um skuldbindingar vegna stöðlunar.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við ákalli Staðlaráðs Íslands um að ríkið skili umsaminni hlutdeild í tryggingagjaldi sem atvinnulífið greiðir til staðlastarfs?
     2.      Hefur þjónustusamningur við Staðlaráð, sem rennur út um næstu áramót, verið endurnýjaður? Ef ekki, hefur ráðherra í hyggju að tryggja áframhaldandi rekstur ráðsins þannig að það geti uppfyllt lögbundnar kröfur til þess?
     3.      Hyggst ráðherra tryggja að skuldbindingum Íslands á sviði stöðlunar samkvæmt EES-samningnum verði fullnægt? Ef svo er, hvernig verður þeirri tryggingu háttað?


Skriflegt svar óskast.