Ferill 339. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 351  —  339. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um lögregluvald Landhelgisgæslu Íslands.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Hversu oft hefur Landhelgisgæsla Íslands beitt lögregluvaldi hvert undanfarinna tíu ára? Þess er óskað að fram komi hvort því valdi hafi verið beitt á innsævi, í landhelgi, efnahagslögsögu eða innan aðlægs beltis. Hafi valdinu verið beitt á öðru svæði er þess óskað að fram komi hvaða svæði sé um að ræða.


Skriflegt svar óskast.