Ferill 340. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 352  —  340. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um afmörkun hafsvæða.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Telur ráðherra nægjanlegt samræmi vera milli afmörkunar svæða samkvæmt lögum um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn, nr. 41/1979, og þeirra skilgreininga á svæðunum sem notaðar eru í hinum ýmsu lögum á málefnasviðum annarra ráðherra?
     2.      Telur ráðherra að valdið geti misskilningi við framkvæmd laga þegar heitið efnahagslögsaga er notað sem samheiti innsævis, landhelgi og efnahagslögsögu, sem er á skjön við skilgreiningu 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn, nr. 41/1979, og 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna?
     3.      Hvaða lög hafa gildissviðsákvæði sem ná m.a. yfir hafsvæði? Hver þeirra ákvæða eru í fullu samræmi við lög um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn, nr. 41/1979, og 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna? Hver eru það ekki?


Skriflegt svar óskast.