Ferill 342. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 354  —  342. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um störf án staðsetningar.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hvaða störf á vegum hins opinbera teljast til starfa án staðsetningar? Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneytum, undirstofnunum, staðsetningu og fjölda.
     2.      Hve mörg ný störf án staðsetningar hafa orðið til undanfarin fjögur ár hjá hinu opinbera? Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneytum, undirstofnunum og staðsetningu.
     3.      Hve mörg störf án staðsetningar hafa flust af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið vegna búferlaflutninga starfsmanna undanfarin tíu ár? Hve mörg störf hafa flust frá höfuðborgarsvæðinu út á land af sömu ástæðu?
     4.      Hver er fjöldi starfa á vegum hins opinbera á landsvísu? Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneytum, undirstofnunum, staðsetningu og hlutfalli opinberra starfa eftir landshlutum.


Skriflegt svar óskast.