Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 355  —  343. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um heimild til færslu bókhalds og samningar ársreiknings í erlendum gjaldmiðli.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hversu mörg fyrirtæki og félög á Íslandi, einka- sem og opinber, höfðu árið 2022 heimild hjá ársreikningaskrá skv. 7. gr. laga um ársreikninga til að færa bókhaldsbækur í erlendum gjaldmiðli og semja og birta ársreikninga í erlendum gjaldmiðli í stað íslenskrar krónu?
     2.      Hver var skipting þessara félaga og fyrirtækja milli atvinnugreina samkvæmt atvinnugreinaflokkun Hagstofunnar?
     3.      Hvaða gjaldmiðlar voru notaðir í stað íslenskrar krónu?
     4.      Hvaða gjaldmiðill var oftast notaður í stað íslenskrar krónu?
     5.      Hversu mörg fyrirtæki sóttu um og hversu mörg fyrirtæki fengu heimild til að færa bókhaldsbækur og semja og birta ársreikninga í erlendum gjaldmiðli í stað íslenskrar krónu?
     6.      Á hvaða grundvelli höfðu þessi fyrirtæki og félög óskað eftir því að færa bókhaldsbækur í erlendum gjaldmiðli?
     7.      Hver var velta þessara fyrirtækja og félaga sem nýttu sér þessa heimild á síðasta ári?
     8.      Hversu stór hluti af þjóðarframleiðslunni var velta þessara fyrirtækja og félaga á síðasta ári?
     9.      Hver hefur þróunin verið sl. 10 ár hvað varðar fjölda félaga og fyrirtækja sem hafa sótt um framangreinda heimild og fengið hana, um hvaða gjaldmiðla hefur verið að ræða og hvaða gjaldmiðill hefur verið oftast notaður á tímabilinu?


Skriflegt svar óskast.