Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 361  —  348. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um breytingar á aðsókn fólks yfir 25 ára aldri í framhaldsskólanám.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Hafa breytingar orðið á lýðfræðilegri samsetningu nema á framhaldsskólastigi í kjölfar þess að ákvæði í reglugerð sem laut að forgangi nemenda yngri en 25 ára í framhaldsskóla var fellt úr gildi árið 2018 af hálfu þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra?
     2.      Er að merkja breytingar á aðsókn og fjölda útskrifaðra nemenda yfir 25 ára eftir að ákvæðið fellt úr gildi?
     3.      Hefur aðsókn nemenda eldri en 25 ára aukist í önnur námsúrræði sem veita sambærileg réttindi og framhaldsskólanám frá árinu 2018?
     4.      Hefur þess orðið vart að nemendur á biðlistum eftir námi á framhaldsskólastigi, til að mynda iðnnámi, nýti sér leiðir eins og raunfærnimat í auknum mæli vegna biðlista, fremur en formlegt nám?
     5.      Hver er meðalaldur nemenda sundurliðað eftir námsbrautum í framhaldsskóla sem og meðalaldur á biðlistum sundurliðað eftir námsbrautum?


Skriflegt svar óskast.