Ferill 352. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 365  —  352. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um tækjabúnað á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni og meðhöndlun bráðavanda.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Eru áform uppi um að útvega heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni nýjan tækjabúnað svo að þar verði betur unnt að takast á við bráðavanda og slys?
     2.      Ef svo er, hvernig verður þjálfun og endurmenntun starfsfólks vegna nýrra tækja háttað svo að það geti sinnt bráðavanda?
     3.      Hvernig er slíkri þjálfun háttað nú? Eru áform uppi um átak í þeim efnum?


Skriflegt svar óskast.