Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 373  —  359. mál.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um tryggingavernd bænda.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


    Hvernig hyggst ráðherra fylgja eftir greiningu á stöðu tryggingaverndar bænda vegna óvæntra áfalla í búskap og tillögum til úrbóta, sbr. nýlega skýrslu starfshóps um tryggingamál bænda?