Ferill 362. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 376  —  362. mál.
Leiðréttur texti.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu.

Frá Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur.


     1.      Hve margir einstaklingar hafa frá árinu 2018 sótt um þjónustu á grundvelli reglugerðar nr. 1054/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hve lengi frá árinu 2018, í mánuðum talið, hafa einstaklingar þurft að bíða eftir þjónustu eftir að umsókn hefur verið lögð fram? Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.