Ferill 363. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 377  —  363. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um breytingar á reglugerð um blóðgjafir.

Frá Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur.


     1.      Hvernig miðar vinnu við breytingar á reglugerð nr. 441/2006 um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs og viðauka IV við hana, í því skyni að afnema mismunun gagnvart karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum þegar kemur að blóðgjöf?
     2.      Hvenær er gert ráð fyrir að mismunun sem blóðgjafar hafa sætt á grundvelli kynhneigðar verði afnumin?


Skriflegt svar óskast.