Ferill 367. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 382  —  367. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðgengi fatlaðs fólks í neyðar- og hamfaraástandi.

Frá Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur.


     1.      Eru fjöldahjálparstöðvar sem almannavarnir hafa útlistað aðgengilegar öllu fötluðu fólki?
     2.      Hafa viðbragðsaðilar uppýsingar um hvar fatlað fólk býr og er staðsett, utan búsetuþjónustu og stofnana?
     3.      Eru upplýsingar til almennings um viðlagakassa, viðbrögð við hamförum og aðrar viðbragðsáætlanir aðgengilegar fólki með þroskahömlun og öðrum sem nýta sér auðlesið mál?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Fatlað fólk er einn berskjaldaðasti hópur samfélagsins í neyðar- og hamfaraástandi. Það á erfitt með að leita skjóls, verða sér úti um nauðsynjar, sækja sér aðstoð og er líklegra til að vera skilið eftir.