Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 389  —  171. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen um endurgreiðslu flugferða vegna heilbrigðisþjónustu innan lands.


     1.      Hversu margir einstaklingar nýttu sér endurgreiðslu flugferða vegna heilbrigðisþjónustu innan lands á árunum 2018–2021?
    Fjöldi einstaklinga hvert ár sem spurt er um kemur fram í töflu hér fyrir neðan.

Ár Fjöldi einstaklinga
2018 3.244
2019 3.390
2020 2.583
2021 3.048

     2.      Hversu margir af þessum einstaklingum sóttu um endurgreiðslu á tveimur ferðum og hversu margir sóttu aðeins um endurgreiðslu á einni ferð?

    Gagnagrunnur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) gefur ekki kost á svari nákvæmlega samkvæmt orðalagi spurningarinnar. Í töflu hér fyrir neðan kemur fram fjöldi einstaklinga sem fengu heimild til að fara tvær langar ferðir á ári. Ekki sést í gögnum hvort allir hafi nýtt heimildina að fullu. Löng ferð er samkvæmt skilgreiningu í reglugerð nr. 1140/2019 ferð þar sem vegalengd er lengri en 20 km.

Fjöldi einstaklinga Ár
Heimildir vegna ferðakostnaðar 2018 2019 2020 2021
Tvær langar ferðir á 12 mán. tímabili 2.038 2.183 1.618 1.984

     3.      Hversu margir einstaklingar fengu endurgreiðslu á fleiri en tveimur ferðum?
    Í gögnum SÍ má sjá fjölda einstaklinga sem hafa heimild til að fara fleiri en tvær ferðir á 12 mánaða tímabili, en heimildin er ekki nærri því alltaf nýtt að fullu og ferðirnar því ekki alltaf fleiri en tvær. Sami aðili getur átt rétt á bæði ítrekuðum löngum og ítrekuðum stuttum ferðum.

Fjöldi einstaklinga

Ár

Heimildir vegna ferðakostnaðar 2018 2019 2020 2021
Ítrekaðar langar ferðir 1.268 1.255 970 1.119
Ítrekaðar langar og stuttar ferðir 31 41 30 24

     4.      Hver er heildarkostnaður við endurgreiðslu flugferða vegna heilbrigðisþjónustu innan lands hvert ár fyrir sig?
    Í töflu hér fyrir neðan kemur fram fjöldi flugferða og einstaklinga ásamt heildarkostnaði SÍ og einstaklinga og hlutfall heildarkostnaðar sem einstaklingar greiða.

Ár Flug* Fjöldi einstaklinga Hluti SÍ m.kr. Hluti einstaklinga Hluti einstaklinga af heildarkostnaði
2018 9.276 3.244 220,2 8,0 3,5%
2019 9.484 3.390 249,7 8,3 3,2%
2020 6.666 2.583 175,3 5,7 3,1%
2021 8.152 3.048 193,9 7,2 3,6%

*Misjafnt er hvort á reikningi sé eitt flug eða flug fram og til baka.