Ferill 376. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 393  —  376. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um framkvæmd laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við því að ekki hefur verið unnt að tilnefna tengilið í mæðra- og ungbarnavernd við Heilbrigðisstofnun Vesturlands eins og skylt er skv. 17. gr. laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021? Hvernig hyggst ráðherra tryggja að nægilegt fjármagn verði veitt í þessa þjónustu?
     2.      Hvenær geta börn og foreldrar á Vesturlandi átt von á því að fá tengilið frá sinni heilsugæslu?
     3.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana til þess að fjölga úrræðum og fagaðilum sem geta unnið í málum sem eru á öðru stigi samþættingar í þágu farsældar barna, þ.e. með einstaklingsbundnum stuðningi með það að markmiði að styðja við farsæld barns?
     4.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja ákveðið fjármagn til sveitarfélaganna til þess að fjölga úrræðum og fagaðilum sem geta unnið í málum sem eru á fyrsta og öðru stigi samþættingar í þágu farsældar barna, sbr. 19. gr. fyrrnefndra laga?
     5.      Stendur til að samræma á milli sveitarfélaga þjónustu á fyrsta stigi með því að auka þjónustuna þar sem það á við í ljósi þess að mikill munur er á milli sveitarfélaga hversu mikil þjónusta á fyrsta stigi er veitt?


Skriflegt svar óskast.